25 June 2008

Að Læra Nýtt Tungumál (Learning a New Language)

Stundum hugsa ég svo oft um íslensku og Ísland and ég þreytast. Það er ekki einfalt ferli fyrir mig til að allt í einu og snögglega byrja að tala eða hugsa á íslensku þegar það er nauðsynlegt. Ég kann það nokkuð þegar nauðsynlegt er, en það er ekki auðvelt fyrir mig.

Ég man eftir því, jafnvel þegar ég hafði verið á Íslandi eitt og hálft ár og gat talað nokkuð, að ég hafði erfitt með að muna að tala hægt, eða á minnsta kosti á venjulegan hraða. Ég vildi alltaf virðast geta talað vel svo að fólk myndi hlusta á boð okkar heldur en hve slæmt tal mitt væri. Svo ég talaði of hratt stundum og myndi hrasa um orðin mín oft. Ef ég hugsaði um það, gat ég hægt ferð orða minna og orðið skilinn.

Ég held að allir sem læra nýtt tungumál verða taugaóstyrkir reglulega (í byrjunni) þegar nauðsyn kemur fram til að tala málið við einhvern sem talar málið sem moðurmál sitt. Jafnvel á þessa stund er ég að nota orðabækur mínar til að skrifa þessa grein þegar ég get ekki munað eftir orði hér og þar sem ég vil nota. En að skrifa þetta hjálpar mér til að æfa mig svo að hæfileiki minn með málinu heldur áfram að vaxa heldur en að minnka. Ef ég hugsa aldrei á íslensku og tala aldrei, hvernig getur hann vaxið?

Nokkrum finnst gaman að læra mörg tungumál. Ég hef enn svo mikið til að læra af íslensku að ég hugsa ekki um önnur mál. Ég kann ekki að tala önnur tungumál. Það er í lagi. Ég skil mikið á spænsku og pínulítið á fáein önnur. Ég veit þegar ég er að heyra þýsku, dönsku, norsku, ítalsku, frönsku, portúgalsku, hebresku, kantonsku, mandarínsku og rússnesku. En, ég er ánægður með að eyða tíma mínum að læra íslensku vel. Er alltaf meira að læra um hana og dýpri til að komast í henni.

No comments: